Erlent

Svartur listi yfir flugfélög

Hertar öryggisreglur. Standist flugfélög ekki allar öryggiskröfur Evrópusambandsins verður þeim meinað að fljúga um evrópska lofthelgi.
Hertar öryggisreglur. Standist flugfélög ekki allar öryggiskröfur Evrópusambandsins verður þeim meinað að fljúga um evrópska lofthelgi.

Sé öryggi ábótavant í flugvélum sem um Evrópu fljúga í framtíðinni verður viðkomandi flugfélagi bannað að fljúga til eða frá álfunni. Evrópuþingið samþykkti ályktun þess efnis í vikunni.

Í ályktuninni var auk þess kveðið á um að settur yrði saman bannlisti yfir þau flugfélög sem þykja ekki standast allar kröfur um öryggi og öryggisbúnað í vélum sínum.

Flugfélögum sem ekki virða þær reglur veri meinað að fljúga í evrópskri lofthelgi og nöfn þeirra gerð opinber. Aðrar stofnanir ESB þurfa að fjalla um málið og því ekki sjálfgefið að málið nái fram að ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×