Sport

Carrol á leið frá United

Norður-írski markvörðurinn Roy Carroll hjá Manchester United mun að öllum líkindum fara frá liðinu í sumar.  Samningur hans við félagið rennur út í júní og samningaviðræður hans við liðið undanfarið hafa engum árangri skilað, svo að liðið er farið að líta í kring um sig eftir nýjum markverði. David Gill, stjórnarformaður United, sagði að málið lægi ljóst fyrir.  "Það er hæpið á þessari stundu að við náum samningum við Carroll og því þurfum við augljóslega að opna budduna og leita að nýjum markverði", sagði Gill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×