Sport

Hamann hrósar Carragher

Dietmar Hamann, þýska miðjustálið hjá Liverpool, hefur hrósað varnarjaxlinum Jamie Carragher og segir að ef fyrirliðaarmbandið verði á lausu á næstunni ætti Carragher að fá það. Carragher átti frábæran leik í nágrannaslagnum gegn Everton á sunnudaginn og var réttilega valinn maður leiksins. Carragher fær þó ekki alltaf það hrós sem hann á skilið utan Liverpool en Hamann segir að mikilvægi hans fari svo sannarlega ekki fram hjá liðsfélögum hans. Hamann sagði: "Carra er frábær leikmaður og átti enn einn stórleikinn gegn Everton á sunnudaginn. Það ætti ekki að koma neinum á óvart, hann spilar nánast alltaf svona vel. Hann er ótrúlega vanmetinn leikmaður en liðsfélagar hans vanmeta hann svo sannarlega ekki." ...og Hamann hélt áfram: "Hann er svona leikmaður sem maður vill hafa í liðinu sínu því maður veit alltaf hvað maður getur búist við af honum. Maður getur alltaf treyst á hann í öllum aðstæðum. Ef fyrirliðabandið verður laust á næstunni finnst mér að hann ætti að fá það. Hann hefur alla þá hæfileika sem þarf til að bera bandið og hann sýndi það enn og aftur gegn Everton."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×