Erlent

Eldgos á Galapagoseyjum

Eldfjallið Sierra Negra á Galapagoseyjum byrjaði í gær að gjósa með miklum látum. Eldtungurnar úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði, en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu.

Öllum ferðamannastöðum í grennd við fjallið hefur þó verið lokað í varúðarskyni. Ekki er enn ljóst hve mikil áhrifin verða á gróður og dýr, á eyjunni Isabela sem er sú stærsta af Galapagoseyjum. Hún er fræg fyrir fallega náttúru og einstaklega fjölbreytt dýralíf en líklega enn frægari fyrir að verða Charles Darwin innblástur að þróunarkenningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×