Sport

Efstu liðin unnu öll

Þrjú efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu unnu öll góða útisigra í gær. Chelsea lagði Liverpool 1-0 á Anfield. Varamaðurinn Joe Cole skoraði sigurmarkið á 80.mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af í síðari hálfleik. Xabi Alonso, miðvallarleikmaður Liverpool, ökklabrotnaði í fyrri hálfleik eftir brot Franks Lampards. Alonso verður frá í 5-6 vikur. Manchester Utd bar sigurorð af Middlesborough 2-0 með mörkum Darrens Fletchers og Ryans Giggs. Freddy Ljungberg skoraði tvö mörk þegar Arsenal vann Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton. Everton steinlá gegn Tottenham 5-2 á White Hart Lane, Aston Villa vann Blackburn 1-0, Bolton og WBA gerðu 1-1 jafntefli, Fulham lagði Crystal Palace að velli 3-1, Newcastle vann Birmingham 2-1 og sömuleiðis Man. City gegn Southampton, Portsmouth og Norwich gerðu 1-1 jafntefli. Chelsea er sem fyrr með fimm stiga forystu í deildinni, eru með 52 stig, Arsenal er í öðru sæti, Man. Utd í þriðja með 43 stig og Everton í fjórða með 40. WBA er neðst með 12 stig, Southampton með 14 og Palace með 15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×