Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 11:30 Tommy Fleetwood hefur FedEx bikarinn á loft. epa/ERIK S. LESSER Hún var tilfinningarík stundin þegar Tommy Fleetwood vann loks PGA-mót. Enski kylfingurinn vann Tour Championship í gær en það var fyrsta sigur hans á PGA-móti í 164. tilraun. Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley. „Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær. IT HAPPENED! TOMMY FLEETWOOD IS A PGA TOUR WINNER! pic.twitter.com/9A5BA5NQMo— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár. „Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood. "You can’t win plenty if you don’t win the first one." pic.twitter.com/mFIpaqfUfe— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Hrós frá stjörnunum Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark. „Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X. Your journey is a reminder that hard work, resilience, and heart do pay off. No one deserves it more. Congrats @TommyFleetwood1!— Tiger Woods (@TigerWoods) August 24, 2025 Congrats and 🫡 @TommyFleetwood1!!! That first one feeling is something else! Especially after dealing with adversity and shortcomings. Too 🔥🔥🔥🔥🔥🏆— LeBron James (@KingJames) August 24, 2025 This felt as good as winning myself! So happy for my man @TommyFleetwood1 for enduring the relentless pressure cooker his quality golf has put him in during these playoffs and there is no more deserving champ. 🏆 pic.twitter.com/SWn6xtQbNB— Justin ROSE (@JustinRose99) August 24, 2025 Awesome. Sports rock https://t.co/tF6hyMPq0P— Caitlin Clark (@CaitlinClark22) August 24, 2025 Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley. „Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær. IT HAPPENED! TOMMY FLEETWOOD IS A PGA TOUR WINNER! pic.twitter.com/9A5BA5NQMo— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár. „Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood. "You can’t win plenty if you don’t win the first one." pic.twitter.com/mFIpaqfUfe— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Hrós frá stjörnunum Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark. „Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X. Your journey is a reminder that hard work, resilience, and heart do pay off. No one deserves it more. Congrats @TommyFleetwood1!— Tiger Woods (@TigerWoods) August 24, 2025 Congrats and 🫡 @TommyFleetwood1!!! That first one feeling is something else! Especially after dealing with adversity and shortcomings. Too 🔥🔥🔥🔥🔥🏆— LeBron James (@KingJames) August 24, 2025 This felt as good as winning myself! So happy for my man @TommyFleetwood1 for enduring the relentless pressure cooker his quality golf has put him in during these playoffs and there is no more deserving champ. 🏆 pic.twitter.com/SWn6xtQbNB— Justin ROSE (@JustinRose99) August 24, 2025 Awesome. Sports rock https://t.co/tF6hyMPq0P— Caitlin Clark (@CaitlinClark22) August 24, 2025 Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira