Erlent

Bannvænn tekíladauði

Barþjónn í Vikersund í Noregi telur að hann hafi selt manni meira en 19 tekílaskot í maí árið 2003 með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Þetta kom fram fyrir rétti í dag þar sem málið er til meðferðar gegn barþjóninum.

Maðurinn sem lést, var á þrítugsaldri, fékk afgreidd 19 tekílaskot eða rúma heila flösku af tekíla á tæpum tveimur klukkutímum. Síðar um kvöldið missti hann meðvitund og var fluttur á sjúkrahús þar sem 4,8 prómíl mældust í blóði hans. Maðurinn lést nokkrum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×