Erlent

Fjölmargar árásir í Írak í morgun

Frá vettvangi annarrar árásarinnar í Bagdad í morgun.
Frá vettvangi annarrar árásarinnar í Bagdad í morgun. MYND/AP

Tvær bílsprengjuárásir kostuðu sex lífið í Bagdad í Írak í morgun. 43 særðust. Talið er að hótel, sem erlendir blaðamenn gista á hafi verið skotmark árásarinnar sem talið er að hafi verið sjálfsmorðsárás. Innanríkisráðuneytið er einnig skammt frá.

Fyrir stundu féllu 38 og yfir 50 særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum inni í tveimur moskum sjíta í austurhluta Íraks. Óvíst er hversu margir tilræðismennirnir voru en þeir báru sprengjur innan klæða og sprengdu sig í loft upp. Hryðjuverkin voru framin á sama tíma og fjöldi fólks var í moskunum við föstudagsbæn. Báðar moskurnar eru sagðar vera í rúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×