Innlent

Synti yfir þrjá firði

Listamaðurinn og sundkappinn Benedikt Sigurðsson, betur þekkktur með eftirnafninu Lafleur, hóf Vestfjarðasund sitt í gær þegar hann synti yfir þrjá firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann tók daginn snemma og lagði yfir Gilsfjörð, Króksfjörð og því næst Berufjörð og lauk hann sundinu fyrir klukkan þrjú í gærdag. Benedikt ætlar að synda yfir 33 firði og gerir ráð fyrir að klára sundið 3. september næstkomandi. Markmiðið með Vestfjarðarsundinu er að vekja athygli á Vestfjörðum og svo sjósundi sem hann hefur stundað undanfarin ár af miklu kappi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×