Óvissa meðal foreldra í Landakoti 21. ágúst 2005 00:01 "Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. "Ég giska á að 30 nemendur frá síðasta ári séu þegar farnir og veit að margir foreldrar eru að íhuga málin." Foreldrafundur var haldinn á miðvikudagskvöld og að sögn Sigurðar fréttu foreldrar fyrst þá að samkenna ætti 8. og 9. bekk. Hann segir stjórnendur skólans hafa beitt blekkingum af ótta við að flótti brysti á í skólanum. "Það er til dæmis ekki rétt sem haft var eftir skólastjóranum í Blaðinu að allir kennarar væru réttindakennarar. Það eru enn tveir leiðbeinendur við skólann án þess að störf þeirra hafi verið auglýst." "Það hafa aðeins tveir kennarar sagt upp síðan ég tók við," segir Regína Höskuldsdóttir skólastjóri um ummæli Sigurðar. Einhverjir hafi þó verið hættir áður en hún tók við. Að sögn hennar hafði forveri hennar í skólastjórastarfinu þegar auglýst stöður leiðbeinenda lögum samkvæmt en ráðningar þeirra voru runnar út. Leiðbeinendurnir tveir sem enn eru í starfi séu á hinn bóginn stundakennarar og um þá gildi aðrar reglur. Hún spyr hvenær foreldrar hefðu átt að frétta af skipulagi vetrarins nema þegar þau hitta skólastjórann í fyrsta skipti. Foreldrar hafi ennfremur haft fullan aðgang að henni eftir að hún tók við, bæði gegnum farsíma og tölvupóst. "Fjölmargir höfðu samband við mig." Regína segir ekkert athugavert við samkennsluna þar sem bekkirnir séu báðir litlir. "En samkennslan kemur líka til þar sem ég vil þróa hér einstaklingsmiðað nám þar sem ekki er einblínt á almanaksárið, heldur búnir til heppilegir námshópar." Þá vill Regína koma því á framfæri að fimm nýir kennarar við skólann hafi lokið eða séu að ljúka meistaranámi. Regína treystir sér ekki til að fullyrða neitt um hve margir nemendur verði í vetur fyrr en skóli hefst á mánudaginn en segir að andinn á foreldrafundinum hafi verið góður og að 180 nemendur séu innritaðir til náms. Um 150 nemendur voru í Landakotsskóla á síðasta ári. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur prófessor í Háskóla Íslands líst vel á veturinn sem framundan er í Landakotsskóla. Henni fannst andinn á foreldrafundi á miðvikudagskvöld hafa verið góður. "Ég hlakka til að vinna með því starfsliði sem þarna er og dóttir mína hlakkar til að byrja í skólanum á mánudaginn." Hún vildi líka koma því á framfæri að hún teldi fjölmiðlaumfjöllun um deilurnar undanfarið ekki gefa rétta mynd af því sem þar væri að gerast og nauðsynlegt væri að gefa starfsliði skólans og börnunum vinnufrið. Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
"Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. "Ég giska á að 30 nemendur frá síðasta ári séu þegar farnir og veit að margir foreldrar eru að íhuga málin." Foreldrafundur var haldinn á miðvikudagskvöld og að sögn Sigurðar fréttu foreldrar fyrst þá að samkenna ætti 8. og 9. bekk. Hann segir stjórnendur skólans hafa beitt blekkingum af ótta við að flótti brysti á í skólanum. "Það er til dæmis ekki rétt sem haft var eftir skólastjóranum í Blaðinu að allir kennarar væru réttindakennarar. Það eru enn tveir leiðbeinendur við skólann án þess að störf þeirra hafi verið auglýst." "Það hafa aðeins tveir kennarar sagt upp síðan ég tók við," segir Regína Höskuldsdóttir skólastjóri um ummæli Sigurðar. Einhverjir hafi þó verið hættir áður en hún tók við. Að sögn hennar hafði forveri hennar í skólastjórastarfinu þegar auglýst stöður leiðbeinenda lögum samkvæmt en ráðningar þeirra voru runnar út. Leiðbeinendurnir tveir sem enn eru í starfi séu á hinn bóginn stundakennarar og um þá gildi aðrar reglur. Hún spyr hvenær foreldrar hefðu átt að frétta af skipulagi vetrarins nema þegar þau hitta skólastjórann í fyrsta skipti. Foreldrar hafi ennfremur haft fullan aðgang að henni eftir að hún tók við, bæði gegnum farsíma og tölvupóst. "Fjölmargir höfðu samband við mig." Regína segir ekkert athugavert við samkennsluna þar sem bekkirnir séu báðir litlir. "En samkennslan kemur líka til þar sem ég vil þróa hér einstaklingsmiðað nám þar sem ekki er einblínt á almanaksárið, heldur búnir til heppilegir námshópar." Þá vill Regína koma því á framfæri að fimm nýir kennarar við skólann hafi lokið eða séu að ljúka meistaranámi. Regína treystir sér ekki til að fullyrða neitt um hve margir nemendur verði í vetur fyrr en skóli hefst á mánudaginn en segir að andinn á foreldrafundinum hafi verið góður og að 180 nemendur séu innritaðir til náms. Um 150 nemendur voru í Landakotsskóla á síðasta ári. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur prófessor í Háskóla Íslands líst vel á veturinn sem framundan er í Landakotsskóla. Henni fannst andinn á foreldrafundi á miðvikudagskvöld hafa verið góður. "Ég hlakka til að vinna með því starfsliði sem þarna er og dóttir mína hlakkar til að byrja í skólanum á mánudaginn." Hún vildi líka koma því á framfæri að hún teldi fjölmiðlaumfjöllun um deilurnar undanfarið ekki gefa rétta mynd af því sem þar væri að gerast og nauðsynlegt væri að gefa starfsliði skólans og börnunum vinnufrið.
Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira