Sport

Dreymir um að lyfta bikar

Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, hefur alla tíð dreymt um að vinna bikar með Liverpool sem fyrirliði liðsins. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í gær fyrir úrslitaleik Liverpool og Chelsea í enska deildarbikarnum sem fram fer á morgun. Eiður Smári Guðjohnsen segir í viðtali við Evening Standard að það hafi alltaf verið á hreinu frá upphafi að Chelsea tæki deildarbikarkeppnina alvarlega og það væri gaman að vinna loksins bikar með Chelsea. Enskir dálkarhöfundar segja þetta stærsta úrslitaleikinn í sögu deildarbikarsins; leikurinn sem átti að vera huggulegur bónus fyrir bæði lið hefur snúist upp í stórleik þar sem Liverpool þarf að bæta fyrir bikartap gegn Burnley og Chelsea að bæta fyrir tapleiki gegn Newcastle í bikarnum og Barcelona í Meistaradeildinni. Að tapa þremur leikjum á einni viku og möguleika á tveimur titlum sé of mikið af því góða fyrir Jose Mourinho, stjóra Chelsea. Leikurinn hefst klukkan 15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×