Sport

Eriksson fær sínu fram

Þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, Svíinn Sven-Göran Eriksson, hefur sigrað baráttu sína við enska knattspyrnusambandið um að fá fjögurra vikna hlé fyrir HM í knattspyrnu árið 2006. Enska knattspyrnusambandið hefur samþykkt að færa úrslitaleik FA bikarsins um viku ásamt því sem enska úrvaldsdeildin mun klárast viku fyrr en gert var ráð fyrir. Sá hátturinn verður hafður á að lið í UEFA keppninni þetta tímabilið munu ekki þurfa leika aukaleiki í fimmtu og sjöttu umferð bikarkeppninnar og lið Meistaradeildinni munu ekki þurfa að spila aukaleiki í sjöttu umferðinni. Leikirnir munu því allir fara í framlengingu og í vítaspyrnukeppni verði þörf á því. Þessar breytingar munu þó aðeins gilda þetta eina tímabil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×