Sport

23 ára Ástrali með forystu

23 ára Ástrali, Jarrod Lyle, hefur forystu eftir fyrsta hringinn á Dubai Classic mótinu í golfi en það er liður í Evrópsku mótaröðinni. Lyle lék í morgun á 4 höggum undir pari en fyrsta hring er ekki lokið. Nú rétt áðan var Spánverjinn, Miguel Angel Jiminez, á 4 höggum undir pari eftir 13 holur. Daninn Thomas Björn og Svíinn Robert Karlsson léku völlinn í morgun á 3 undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els er á 3 undir pari eftir 11 holur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×