Sport

Robinson ekki til sölu

Paul Robinson er alls ekki til sölu. Þetta ítrekaði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, í viðtali í dag. Manchester United hefur sýnt Robinson mikinn áhuga sem og nokkur spænsk og ítölsk félög. "Það þekkja margir til Robinson og þó nokkrir sem vilja ólmir fá hann til liðs við sín félög. Það þýðir ekki að hann sé á leiðinni neitt," sagði Jol. Jol hefur mikið álit á Paul og segir hann vera besta markvörð Englands í dag. "Hann er ólíkur Petr Cech og Edwin Van der Sar en engu að síður betri."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×