Báðir kanar Njarðvíkur á heimleið 3. mars 2005 00:01 Njarðvíkingar hafa ákveðið að skipta um báða Bandaríkjamennina í sínu liði og eru þeir Matt Sayman og Anthony Lackey því á heimleið. Það er aðeins vika í að úrslitakeppnin hefst og því er tímasetning þessarra breytinga ekki góð en á heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur segir að ákvörðun stjórnarinnar hafi verið tekið í fullu samráði við þjálfarateymi Njarðvíkurliðsins og að framhaldið sé í vinnslu en það má væntanlega búast við nýjum leikmönnum á allra næstu dögum. Njarðvíkurliðið spilar því síðasta deildarleik sinn í Intersportdeildinni í kvöld án Kana en þeir mæta þá Haukum sem unnu þá í framlengingu í fyrri leik liðanna á Ásvöllum. Haukar þurfa, á bæði sigri að halda í Njarðvík sem og að KR vinni Grindavík í Röstinni, til þess að þeir læði sér inn í áttunda sæti úrslitakeppninnar. Matt Sayman hefur dalað mikið eftir jól Á heimasíðu Njarðvíkinga segir eftir farandi um Matt Sayman: "Matt Sayman hefur verið með liðinu frá því í sumar og átt marga frábæra leiki. Matt reyndist félaginu mikill happafengur og eru vandfundnir jafn duglegir atvinnumenn og Matt. Eftir áramót hefur pilturinn því miður ekki sýnt sama stöðugleika og fyrr í vetur og því tekin sú ákvörðun að segja upp samning við leikmanninn." Tölfræðin sýnir augljóst fall hjá Matt eftir áramót hver sem ástæðan sé. Hann er að skora bæði 6,5 færri stig að meðaltali, hitta 12,4% verr úr sínum skotum og hefur gefið þremur færri stoðsendingar auk þess að nánast allar tölur hans nema frákastameðaltalið hafa lækkað. Samanburður á tölfræði Matt Sayman fyrir og eftir jól:- Breyting (Fyrir jól - eftir jól) -Stig í leik: -6,5 (16,5 - 10,0) Fráköst í leik: +0,6 (5,4 - 6,0) Stoðsendingar í leik: -3,0 (8,4 - 5,4) Framlag í leik: -8,5 (30,3 - 21,8) Skotnýting: -12,4% (50,0% - 37,6%) 3ja stiga skotnýting: -11% (36,7% - 25,7%) 3ja stiga körfur í leik: -0,7 (1,6 - 0,9) Vítanýting: -6,5% (81,5% - 75,0%) Víti fengin í leik: -2,9 (4,9 - 2,0) Bæði sókn og vörn hafa dalað eftir komu Lackey Á heimasíðu Njarðvíkinga segir eftir farandi um Anthony Lackey: "Anthony Lackey kom til liðins þegar að Troy Wiley hélt til síns heima. Anthony er mikil skytta og hefur átt nokkra frábæra leiki fyrir UMFN. Eins og hjá Matt þá hefur leikur Lackey verið frekar óstöðugur þrátt fyrir að hann hafi verið sífellt að bæta sig. Hinsvegar töldu Stjórn og þjálfarar UMFN hann ekki þá týpu af leikmanni sem liðinu vantaði og sú ákvörðun tekin að segja upp samningi við hann." Tölfræðin sýnir mikla breytingu á gengi Njarðvíkurliðsins við komu Anthony Lackey til liðsins en liðið vann fyrstu fimm leikina á mótinu með meira en 20 stiga mun, eins stigs sigur vann í fyrsta leik hans í Borgarnesi þar sem hann reyndar spilaði aðeins í þrjár mínútur en síðan hefur Njarðvíkurliðið aðeins unnið einum leik fleiri í deildinni en liðið hefur tapað. Það er mikil breyting á bæði meðalskori og skotnýtingu liðs og mótherja, mun færri stoðsendingar og meira að segja yfirburðir liðsins í fráköstunum hafa einnig minnkað. Þegar stigatalan liðs og mótherja er tekin saman þá var Njarðvík að vinna leikina án hans með 26,8 stigum að meðaltali en eru aðeins með 3,4 stig í plús í þeim 16 leikjum sem Lackey tók þátt í. Hér munar 23,4 stigum á hvern leik sem er ótrúlegur munur. Lackey sjálfur hefur skorað 14,4 stig, tekið 5,8 fráköst og hitt úr 40,4% skotum sínum í 16 leikjum í Intersportdeildinni en í þremur af síðustu sex leikjum sínum hefur hann misnotað meira en 83% skota sinna. (10% skonýting gegn Hamar/Selfoss, 16,7% gegn Skallagrími og 14,3% gegn Fjölni). Samanburður á tölfræði Njarðvíkur með og án Anthony Lackey:- Breyting (Fyrir Lackey-Með Lackey) -Sigurhlutfall: -43,7% (100% - 56,3%) Stig í leik: -13,7 (99,6 - 85,9) Skotnýting: -11,5% (54,1% - 42,6%) 3ja stiga körfur í leik: +1,4 (6,0 - 7,4) 3ja stiga skotnýting: -3,8% (35,3% - 31,2%) Hlutfall frákasta: -3,3% (54,7% - 51,4%) Stoðsendingar í leik: -7,8 (27,6 - 19,8) Stig mótherja í leik: +9,7 (72,8 - 82,5) Skotnýting mótherja: +5,4% (37,6% - 43,0%) Víti gefin í leik: +5,5 (15,8 - 21,3) Stjórn UMFN vill koma á framfæri þakklæti til Matt og Anthony fyrir störf sín hjá UMFN og gerir það á heimasíðu sinni og taka þar skýrt fram að þarna eru á ferðinni miklir heiðurspiltar sem hafa verið félaginu til sóma innan vallar sem utan. Tölfræðin sýnir hinsvegar augljósar ástæður af hverju þeir félagar eru á leiðinni heim eina spurning er hvort að þessi ákvörðin hafi ekki verið tekin alltof seint enda er aðeins vika í fyrsta leik í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Körfubolti Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Njarðvíkingar hafa ákveðið að skipta um báða Bandaríkjamennina í sínu liði og eru þeir Matt Sayman og Anthony Lackey því á heimleið. Það er aðeins vika í að úrslitakeppnin hefst og því er tímasetning þessarra breytinga ekki góð en á heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur segir að ákvörðun stjórnarinnar hafi verið tekið í fullu samráði við þjálfarateymi Njarðvíkurliðsins og að framhaldið sé í vinnslu en það má væntanlega búast við nýjum leikmönnum á allra næstu dögum. Njarðvíkurliðið spilar því síðasta deildarleik sinn í Intersportdeildinni í kvöld án Kana en þeir mæta þá Haukum sem unnu þá í framlengingu í fyrri leik liðanna á Ásvöllum. Haukar þurfa, á bæði sigri að halda í Njarðvík sem og að KR vinni Grindavík í Röstinni, til þess að þeir læði sér inn í áttunda sæti úrslitakeppninnar. Matt Sayman hefur dalað mikið eftir jól Á heimasíðu Njarðvíkinga segir eftir farandi um Matt Sayman: "Matt Sayman hefur verið með liðinu frá því í sumar og átt marga frábæra leiki. Matt reyndist félaginu mikill happafengur og eru vandfundnir jafn duglegir atvinnumenn og Matt. Eftir áramót hefur pilturinn því miður ekki sýnt sama stöðugleika og fyrr í vetur og því tekin sú ákvörðun að segja upp samning við leikmanninn." Tölfræðin sýnir augljóst fall hjá Matt eftir áramót hver sem ástæðan sé. Hann er að skora bæði 6,5 færri stig að meðaltali, hitta 12,4% verr úr sínum skotum og hefur gefið þremur færri stoðsendingar auk þess að nánast allar tölur hans nema frákastameðaltalið hafa lækkað. Samanburður á tölfræði Matt Sayman fyrir og eftir jól:- Breyting (Fyrir jól - eftir jól) -Stig í leik: -6,5 (16,5 - 10,0) Fráköst í leik: +0,6 (5,4 - 6,0) Stoðsendingar í leik: -3,0 (8,4 - 5,4) Framlag í leik: -8,5 (30,3 - 21,8) Skotnýting: -12,4% (50,0% - 37,6%) 3ja stiga skotnýting: -11% (36,7% - 25,7%) 3ja stiga körfur í leik: -0,7 (1,6 - 0,9) Vítanýting: -6,5% (81,5% - 75,0%) Víti fengin í leik: -2,9 (4,9 - 2,0) Bæði sókn og vörn hafa dalað eftir komu Lackey Á heimasíðu Njarðvíkinga segir eftir farandi um Anthony Lackey: "Anthony Lackey kom til liðins þegar að Troy Wiley hélt til síns heima. Anthony er mikil skytta og hefur átt nokkra frábæra leiki fyrir UMFN. Eins og hjá Matt þá hefur leikur Lackey verið frekar óstöðugur þrátt fyrir að hann hafi verið sífellt að bæta sig. Hinsvegar töldu Stjórn og þjálfarar UMFN hann ekki þá týpu af leikmanni sem liðinu vantaði og sú ákvörðun tekin að segja upp samningi við hann." Tölfræðin sýnir mikla breytingu á gengi Njarðvíkurliðsins við komu Anthony Lackey til liðsins en liðið vann fyrstu fimm leikina á mótinu með meira en 20 stiga mun, eins stigs sigur vann í fyrsta leik hans í Borgarnesi þar sem hann reyndar spilaði aðeins í þrjár mínútur en síðan hefur Njarðvíkurliðið aðeins unnið einum leik fleiri í deildinni en liðið hefur tapað. Það er mikil breyting á bæði meðalskori og skotnýtingu liðs og mótherja, mun færri stoðsendingar og meira að segja yfirburðir liðsins í fráköstunum hafa einnig minnkað. Þegar stigatalan liðs og mótherja er tekin saman þá var Njarðvík að vinna leikina án hans með 26,8 stigum að meðaltali en eru aðeins með 3,4 stig í plús í þeim 16 leikjum sem Lackey tók þátt í. Hér munar 23,4 stigum á hvern leik sem er ótrúlegur munur. Lackey sjálfur hefur skorað 14,4 stig, tekið 5,8 fráköst og hitt úr 40,4% skotum sínum í 16 leikjum í Intersportdeildinni en í þremur af síðustu sex leikjum sínum hefur hann misnotað meira en 83% skota sinna. (10% skonýting gegn Hamar/Selfoss, 16,7% gegn Skallagrími og 14,3% gegn Fjölni). Samanburður á tölfræði Njarðvíkur með og án Anthony Lackey:- Breyting (Fyrir Lackey-Með Lackey) -Sigurhlutfall: -43,7% (100% - 56,3%) Stig í leik: -13,7 (99,6 - 85,9) Skotnýting: -11,5% (54,1% - 42,6%) 3ja stiga körfur í leik: +1,4 (6,0 - 7,4) 3ja stiga skotnýting: -3,8% (35,3% - 31,2%) Hlutfall frákasta: -3,3% (54,7% - 51,4%) Stoðsendingar í leik: -7,8 (27,6 - 19,8) Stig mótherja í leik: +9,7 (72,8 - 82,5) Skotnýting mótherja: +5,4% (37,6% - 43,0%) Víti gefin í leik: +5,5 (15,8 - 21,3) Stjórn UMFN vill koma á framfæri þakklæti til Matt og Anthony fyrir störf sín hjá UMFN og gerir það á heimasíðu sinni og taka þar skýrt fram að þarna eru á ferðinni miklir heiðurspiltar sem hafa verið félaginu til sóma innan vallar sem utan. Tölfræðin sýnir hinsvegar augljósar ástæður af hverju þeir félagar eru á leiðinni heim eina spurning er hvort að þessi ákvörðin hafi ekki verið tekin alltof seint enda er aðeins vika í fyrsta leik í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Körfubolti Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira