Sport

Duff sendir United tóninn

Írski leikmaðurinn Damien Duff notaði tækifærið og sendi liði Manchester United tóninn, eftir að lið hans Chelsea hampaði deildarbikarnum um helgina.  Írinn sagði sigur Chelsea hafa þaggað niður í leikmönnum United sem undanfarið hafi skipst á að skjóta á lið Chelsea í fjölmiðlum með það fyrir augum að koma pressu á þá á lokasprettinum í deildinni. "Þeir hafa verið í sálfræðistríði við okkur undanfarið, en ég held að þeir hefðu ekki haft neitt á móti því sjálfir að lyfta bikarnum. Sigurinn á eftir að auka sjálfstraust okkar og hjálpa okkur að klára leikina sem við eigum eftir í deildinni", sagði Duff.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×