Sport

Woods og Lehman með forystu

Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Tom Lehman hafa forystu á Buick-mótinu í golfi í San Diego í Kaliforníu. Vegna þoku var ekki hægt að ljúka keppni í gær. Woods náði aðeins að ljúka 5 holum í gær en Lehman 4. Jafnir í þriðja sæti eru Englendingurinn Luke Donald og Ástralinn Peter Lonard, þremur höggum á eftir þeim Woods og Lehman. Stigahæsti kylfingur heims, Vijay Singh, fór úr 33. sæti og upp í það ellefta, er samtals á 8 höggum undir pari, 6 á eftir þeim Woods og Lehman. Bandaríkjamanninum Dean Wilson var vísað úr keppni þegar hann gleymdi að undirrita skorkortið sitt. Wilson lék mjög vel fyrsta daginn, fékk þá 9 fugla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×