Sport

Agassi kominn í 8 manna úrslit

Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi komst í morgun í 8 manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hann sigraði Svíann Joachim Johansson. Johansson vann fyrsta settið en Agassi þrjú þau næstu. Hann mætir Svisslendingnum Roger Federer í 8 manna úrslitum en Federer vann auðveldan sigur á Marcos Baghdatis frá Kýpur. Rússinn Marat Safin vann sinn leik í morgun og mætir Slóvenanum Dominik Hrabaty en hann hafði betur í baráttu við Thomas Johansson frá Svíþjóð. Í kvennaflokki tryggðu rússnesku stúlkurnar Maria Sharapova og Svetlana Kuznetsova sér sæti í fjórðungsúrslitum. Amelie Mauresmo frá Frakklandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum eru einnig komnar áfram í keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×