Erlent

Skotin í eigin jarðarför

Það hlýtur að teljast til undantekninga að fólk sé skotið með byssu í eigin jarðarför. Hin fjörutíu og níu ára gamla barnfóstra, Clenilda da Silva, lenti þó í því á dögunum. Að sögn lögreglunnar í Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem da Silva var búsett, varð kista barnfóstrunnar fyrir skoti úr byssu glæpagengja sem áttu í átökum í næsta nágrenni við kirkjugarðinn. Kúlan fór í gegnum kistuna og lenti í mjaðmagrind da Silva en hún hafði látist úr hjartaáfalli daginn áður. Það fylgir sögunni að byssukúlan var ekki fjarlægð úr líki barnfóstrunnar áður en hún var jarðsett.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×