Erlent

Minna kynlíf fyrir þá sem hrjóta

Menn sem hrjóta njóta minna kynlífs en aðrir menn. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar könnunar. Það liggur í hlutarins eðli að maður sem hrýtur stundar ekki kynlíf á meðan. Þessi nýja könnun sýnir hins vegar að sá hinn sami nýtur síðra kynlífs alla jafna en þeir sem ekki hrjóta. Ástæðan er fyrst og fremst sú, samkvæmt fyrrnefndri rannsókn, að tæplega 90 prósent maka þeirra sem hrjóta velja að sofa í öðru herbergi á nóttunni. En fleira kemur til. Miklar hrotur leiða oft til þess að viðkomandi er þreyttari og það eitt og sér dregur úr kynlífslöngun hans. Og síðast en ekki síst þá sýna rannsóknir að þeir sem hrjóta mikið eiga fremur við risvandamál að stríða en aðrir menn. Það skal hins vegar tekið fram að þetta á alls ekki við um alla þá sem hrjóta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×