Innlent

Vörubílstjórar mótmæla hækkun

Atvinnubílstjórar hóta því að valda algeru umferðaröngþveiti á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar fyrir verslunarmannahelgina. Þeir krefjast þess að verð á dísilolíuverði lækkað og þungaskattur afnuminn. Gatnamótunum verður lokað seinnipartinn á fimmtudag eða föstudag í næstu viku. Forsvarsmaður hópsins segir það ólíðandi hvernig atvinnubílstjórar skuli hafa látið hækkun olíugjaldsins yfir sig ganga, en ofan á hækkun olíugjaldsins þurfa þeir einnig að greiða þungaskatt. Sturla Jónsson, forsvarsmaður hópsins, segir hækkunina breytir stórkostleg rekstrarkostnaði vörubíla og í mótmælaskyni ætli þeir að loka gatnamótum við Vestulandsveg um Verslunarmannahelgina. Sturla segir að hann sá búinn að hann sé búinn að safna liði og hann vonar að þeir aðilar mæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×