Erlent

Blaðamaður handtekinn á Spáni

Lögregla á Spáni hefur nú fréttamann á vegum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera í haldi vegna gruns um að hann tengist al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Fréttamaðurinn Tayseer Alouni, sem hefur bæði sýrlenskan og spænskan ríkisborgararétt, er sakaður um að hafa nýtt sér stöðu sína í Afganistan og útvegað al-Qaida liðum þar í landi fé til að halda uppi árásum. Þá er fréttamaðurinn sagður hafa verið í nánum tengslum við mann sem hefur verið ákærður fyrir að stjórna hryðjuverkahópi innan al-Qaida sem lagði til fé vegna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×