Erlent

Fimmtán hið minnsta létust

Fellibylurinn Dennis olli gríðarlegu tjóni þegar hann reið yfir Kúbu í kvöld. Í það minnsta tíu manns létu lífið þegar vindurinn fór á 215 kílómetra hraða á klukkustund yfir eynna. Skömmu áður en fellibylurinn reið yfir Kúbu hafði hann farið yfir Haiti, þar létust fimm hið minnsta. "Hann er kominn í öllum sínum djöfullega mætti," sagði Fidel Castro Kúbuleiðtogi í sjónvarpsávarpi þegar hann tilkynnti landsmönnum um mannfallið af völdum fellibylsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×