Innlent

Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri

MYND/Vísir

Meirihluti Reykvíkinga vill Reykjavíkurflugvöll annars staðar en í Vatnsmýrinni. En þeir eru hins vegar ekki á einu máli um hvar þeir vilja hafa hann. En eigi fólk að velja um annaðhvort Keflavík eða Reykjavík vill meirihlutinn hafa haNn áfram í Vatnsmýri. Borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra segir þetta samrýmast tillögu sinni um að framtíðarstaðsetning flugvallarins verði í Vatnsmýri.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir borgarstjórnarflokk Frjálslyndra um staðsetningu flugvallarins. Þegar svarmöguleikar voru aðeins Keflavík eða Vatnsmýri vildu fimmtíu og níu prósent aðspurðra flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni. Frjálslyndir segja niðurstöðurnar hafa komið á óvart en telja líklega skýringu vera þá skynsamleu umræðu sem Frjálslyndir hafi vakið með tillögu sinni um áframhaldandi staðsetningu vallarins í Vatnsmýri.

Benóný Ásgrímsson, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, hélt einnig framsögu á fundinum og sagði miklar ranghugmyndir ríkja varðandi mikilvægi sjúkraflugs til höfuðborgarinnar. Hann sagði það alrangt að þyrlur gætu alfarið tekið að sér sjúkraflug.

Benóný benti einnig á að yrði Reykjavíkurflugvöllur færður til Keflavíkur yrði Sauðárkróksvöllur eini nákvæmnisflugvöllurinn sem eftir væri utan Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×