Erlent

Herafli verður tvöfaldaður

Ríkisstjórn Danmerkur hefur uppi áform um að tvöfalda herafla landsins í Afganistan á næstu misserum. Danskir hermenn í landinu verða þá 360 talsins.

Sagt var frá þessu á vefsíðu Politiken í gær. Søren Gade, varnarmálaráðherra landsins, vildi ekki upplýsa hver ástæðan fyrir fjölguninni væri. Hann sagði hins vegar að danski herinn í Afganistan myndi áfram vera undir stjórn þess breska á svæðinu. Liðsfjölgunin nýtur stuðnings meirihluta þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×