Teygja sig um Evrópu og Bandaríkin 29. nóvember 2005 19:52 Yfir hundrað kínversk börn og ungmenni, sem horfið hafa sporlaust frá Svíþjóð, eru ekki einsdæmi á Norðurlöndum. Þau eru aðeins hluti af því, sem virðist vera skipulegur mansalshringur, sem teygir anga sína um alla Evrópu og til Bandaríkjanna. Fjórum kínverskum ungmennum sem fundust hjá parinu sem handtekið var í Stokkhólmi í gær hefur verið sleppt og eru þau komin aftur til Noregs, þaðan sem þau hurfu. Kínverska parið, sem grunað er um stórfellt mansal á kínverskum börnum og ungmennum, er áfram í haldi lögreglu og norska lögreglan yfirheyrir börnin, sem vilja þó ekkert segja. Umsjónarmenn þeirra lýsa hegðun sem yfirvöld í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku hafa orðið vör við: augljóst þykir að þau hyggist flýja, þeim eru útvegaðir peningar og farsímar og veittar leiðbeiningar um hvernig eigi að komast burtu. Yfirvöld segjast ráðalaus þar sem börnin og ungmennin séu saklaus fórnarlömb sem ekki sé hægt að læsa inni. Og saga þessara barna og ungmenna er ætíð svipuð: þau komast frá Kína til höfuðborga Norðurlandanna þar sem þau biðja um pólitískt hæli og segja foreldrana látna. Þau eru vel klædd með jafnvirði þúsund evra í gjaldmiðli landsins og frelsiskort fyrir gemsa. Þau verða sér úti um gemsa og hverfa skömmu síðar sporlaust. Talið er að þau séu seld til annarra Evrópuríkja og Bandaríkjanna, oftar en ekki í vændi eða þrælavinnu og jafnvel að líffæri séu numin úr þeim. Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Yfir hundrað kínversk börn og ungmenni, sem horfið hafa sporlaust frá Svíþjóð, eru ekki einsdæmi á Norðurlöndum. Þau eru aðeins hluti af því, sem virðist vera skipulegur mansalshringur, sem teygir anga sína um alla Evrópu og til Bandaríkjanna. Fjórum kínverskum ungmennum sem fundust hjá parinu sem handtekið var í Stokkhólmi í gær hefur verið sleppt og eru þau komin aftur til Noregs, þaðan sem þau hurfu. Kínverska parið, sem grunað er um stórfellt mansal á kínverskum börnum og ungmennum, er áfram í haldi lögreglu og norska lögreglan yfirheyrir börnin, sem vilja þó ekkert segja. Umsjónarmenn þeirra lýsa hegðun sem yfirvöld í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku hafa orðið vör við: augljóst þykir að þau hyggist flýja, þeim eru útvegaðir peningar og farsímar og veittar leiðbeiningar um hvernig eigi að komast burtu. Yfirvöld segjast ráðalaus þar sem börnin og ungmennin séu saklaus fórnarlömb sem ekki sé hægt að læsa inni. Og saga þessara barna og ungmenna er ætíð svipuð: þau komast frá Kína til höfuðborga Norðurlandanna þar sem þau biðja um pólitískt hæli og segja foreldrana látna. Þau eru vel klædd með jafnvirði þúsund evra í gjaldmiðli landsins og frelsiskort fyrir gemsa. Þau verða sér úti um gemsa og hverfa skömmu síðar sporlaust. Talið er að þau séu seld til annarra Evrópuríkja og Bandaríkjanna, oftar en ekki í vændi eða þrælavinnu og jafnvel að líffæri séu numin úr þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira