Erlent

Smygl á fólki ábatasamt

Beðið færis. Bandaríski draumurinn lifir góðu lífi í Mexíkó. Aldrei áður hafa jafn margir reynt að komast yfir landamærin.
Beðið færis. Bandaríski draumurinn lifir góðu lífi í Mexíkó. Aldrei áður hafa jafn margir reynt að komast yfir landamærin.

Varlega áætlað er talið að velta þeirra sem taka að sér að smygla fólki yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna sé á bilinu 10-12 milljarðar króna hið minnsta ár hvert. Slík hagnaðarvon freistar eðlilega þeim fjölda glæpagengja sem í Mexíkó eru og rétt eins og á öðrum mörkuðum þar sem samkeppni ríkir hefur verðið fyrir að koma fólki yfir landamærin lækkað til muna.

Tölur benda til að straumur fólks sem reynir að komast til Bandaríkjanna gegnum Mexíkó hafi aldrei verið meiri en nú, þrátt fyrir að milljörðum hafi verið varið í að efla gæslu beggja vegna landamæranna. Telja lögregluyfirvöld í Mexíkó að um 500 þúsund manns reyni árlega að komast yfir og 60 til 70 prósent þeirra takist það.

Gjaldið sem fólki er gert að greiða hefur einnig lækkað mikið undanfarin ár. Áður var algengt að fólk ­þyrfti að greiða allt að einni ­milljón­ króna fyrir fylgd yfir landamærin en nú er slíkt í boði fyrir hundrað þúsund krónur. Þótt það sé ennþá talsverð upphæð fyrir flest það fólk sem dreymir um betra líf í Bandaríkjunum þá er það ekki eins óyfirstíganlegt og það var lengi vel áður.

Glæpasamtök hafa einnig brugðist við hertu eftirliti og lögum með sínum hætti. Algengt er að leiðsögumennirnir sem ferja fólkið yfir séu nú oftar en ekki unglingar undir lögaldri sem seinlegt og erfitt er að draga fyrir dómstóla náist þeir við iðju sína.

Einnig hefur borið á því að bandarískir þegnar taki að sér að fylgja fólkinu yfir enda er refsing þeirra mun léttvægari en ef um erlendan ríkisborgara er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×