Erlent

Börn seld til líffæragjafar

Sænska lögreglan útilokar ekki að kínversk börn hafi verið seld til Evrópu og notuð þar sem líffæragjafar. Tveir Kínverjar, kona og maður, voru nýlega handtekin í Svíþjóð fyrir að vera höfuðpaurarnir í smygli á fólki frá Kína til Noregs og Svíþjóðar. Á einu ári hafa 94 kínversk börn horfið í Svíþjóð.

Sænska dagblaðið Expressen segir að sænska lögreglan kanni hvort börnin hafi verið seld til líffæragjafar eða í barnavændi. Kínversk börn í Noregi hafa einnig horfið og hafa tíu þeirra fundist í Svíþjóð. Þeim hefur verið komið aftur til Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×