Erlent

Fyrirtæki látin greiða sektir

Fáum íbúum Spánar er jafn annt um sjálfstæði sitt og Katalónum, nema ef vera kynni Baskar í norðurhluta landsins. Katalónsk yfirvöld hafa nú sektað ­fleiri þúsund fyrirtæki sem ­brjóta­­­ þá reglu að katalónska sé töluð á vinnustaðnum eins og lög segja fyrir um.

Hafa ­kata­lónsk­ yfirvöld skorið upp herör vegna þessa og íhuga að hækka sektir. Á síðasta ári jukust sektagreiðslur um um 400 prósent og komu þá rúmar sex milljónir króna í ríkiskassann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×