Erlent

Ásakanir um mútur til vitna

Husam Taher kveðst hafa fengið 70 milljónir króna fyrir að ljúga að starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna.
Husam Taher kveðst hafa fengið 70 milljónir króna fyrir að ljúga að starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna.

Husam Taher Husam, fyrrverandi leyniþjónustumaður Sýrlendinga í Líbanon, sakaði í sjónvarpsviðtali um helgina Saad Hariri, son Rafik heitins Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líb­a­nons, um að hafa boðið sér 70 milljónir íslenskra króna fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna að sýrlensk stjórnvöld hefðu látið myrða föður sinn.

Fjölskylda Hariri neitaði ásökununum í gær og sagði þær ömurlegt yfirklór ráðamanna í Damaskus á meðan einn talsmanna sýrlensku ríkisstjórnarinnar lét þá skoðun í ljós að uppljóstrun Husam kippti stoðunum undan rannsókn SÞ á morðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×