134 námuverkamenn fórust 29. nóvember 2005 04:00 Frá slysstað. Verkamenn aðstoðuðu slasaða starfsbræður sína upp úr göngunum. "Við gátum ekki andað," sagði einn þeirra við fréttamann, en loftið í kolanámunni var mettað af sóti og reyk. Talið er að að minnsta kosti 134 verkamenn hafi beðið bana í sprengingu í kolanámu nærri bænum Qitaihe í Heilongjiang-héraði í norðausturhluta Kína á sunnudagskvöldið. Fimmtán er ennþá saknað og er þeirra ákaft leitað. Sprengingin í Dongfeng-kolanámunni var gríðarmikil en hún er sögð hafa orðið við að neisti hljóp í kolarykagnir sem svifu um loft námunnar. Ekki er þó vitað hvort mannleg mistök hafi valdið því að neistinn kviknaði eða eitthvað annað. Að sögn Xinhua-fréttastofunnar höfðu lík 134 fundist síðdegis í gær en björgunarsveitum tókst að ná út 74 á lífi. 269 manns leita þeirra fimmtán sem enn er saknað. Örvinglaðir ættingjar þustu að námunni þegar ljóst varð að slys hafði orðið og kröfðust þeir að fá að fara inn og leita að ástvinum sínum. Öryggisverðir vörnuðu þeim hins vegar vegarins og hlutu þeir fúkyrðaflaum að launum. Sjónvarpsstöð héraðsstjórnarinnar sýndi myndir af verkamönnum leggja stórslasaða félaga sína á sjúkrabörur, kolsvarta og krímuga í framan. Zhang Zuoji héraðsstjóri sást á sumum myndanna heilsa upp á hina slösuðu en hann þusti á vettvang frá Harbin-borg í 350 kílómetra fjarlægð þar sem íbúar fögnuðu að fá neysluvatn á nýjan leik eftir bensenmengun í Songhua-fljóti. Zhang drakk fyrsta sopann úr fljótinu eftir að greint var frá slysinu og virtist honum ekki verða meint af. Þá bárust í gær tíðindi af slysi í námu í Hebei-héraði sem einnig er í norðausturhluta landsins. Átján verkamanna er saknað eftir að vatn flæddi inn í námuna og eigendurnir eru sagðir hafa flúið í kjölfarið af ótta við refsingu. Námuslys kosta á hverju ári þúsundir mannslífa í Kína og hafa fimm þúsund manns farist í slíkum slysum það sem af er árinu. Í febrúar dóu 214 verkamenn í sprengingu í námu í Liaoning-héraði. Flest slysanna má rekja til lélegs viðhalds og slakra öryggisráðstafana og hafa spilltir eftirlitsmenn síst orðið til að bæta úr skák þar sem þeir horfa framhjá brotum á reglugerðum gegn þóknun. Stjórnvöld hafa engu að síður látið loka 12.000 námum á þessu ári og hefur annar eins fjöldi fengið alvarlega viðvörun. Ekki er þó búist við að námurnar verði lengi lokaðar eða að viðvörunum verði fylgt fast eftir þar sem efnahagsuppgangurinn kallar á mikla orkuframleiðslu. Erlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Talið er að að minnsta kosti 134 verkamenn hafi beðið bana í sprengingu í kolanámu nærri bænum Qitaihe í Heilongjiang-héraði í norðausturhluta Kína á sunnudagskvöldið. Fimmtán er ennþá saknað og er þeirra ákaft leitað. Sprengingin í Dongfeng-kolanámunni var gríðarmikil en hún er sögð hafa orðið við að neisti hljóp í kolarykagnir sem svifu um loft námunnar. Ekki er þó vitað hvort mannleg mistök hafi valdið því að neistinn kviknaði eða eitthvað annað. Að sögn Xinhua-fréttastofunnar höfðu lík 134 fundist síðdegis í gær en björgunarsveitum tókst að ná út 74 á lífi. 269 manns leita þeirra fimmtán sem enn er saknað. Örvinglaðir ættingjar þustu að námunni þegar ljóst varð að slys hafði orðið og kröfðust þeir að fá að fara inn og leita að ástvinum sínum. Öryggisverðir vörnuðu þeim hins vegar vegarins og hlutu þeir fúkyrðaflaum að launum. Sjónvarpsstöð héraðsstjórnarinnar sýndi myndir af verkamönnum leggja stórslasaða félaga sína á sjúkrabörur, kolsvarta og krímuga í framan. Zhang Zuoji héraðsstjóri sást á sumum myndanna heilsa upp á hina slösuðu en hann þusti á vettvang frá Harbin-borg í 350 kílómetra fjarlægð þar sem íbúar fögnuðu að fá neysluvatn á nýjan leik eftir bensenmengun í Songhua-fljóti. Zhang drakk fyrsta sopann úr fljótinu eftir að greint var frá slysinu og virtist honum ekki verða meint af. Þá bárust í gær tíðindi af slysi í námu í Hebei-héraði sem einnig er í norðausturhluta landsins. Átján verkamanna er saknað eftir að vatn flæddi inn í námuna og eigendurnir eru sagðir hafa flúið í kjölfarið af ótta við refsingu. Námuslys kosta á hverju ári þúsundir mannslífa í Kína og hafa fimm þúsund manns farist í slíkum slysum það sem af er árinu. Í febrúar dóu 214 verkamenn í sprengingu í námu í Liaoning-héraði. Flest slysanna má rekja til lélegs viðhalds og slakra öryggisráðstafana og hafa spilltir eftirlitsmenn síst orðið til að bæta úr skák þar sem þeir horfa framhjá brotum á reglugerðum gegn þóknun. Stjórnvöld hafa engu að síður látið loka 12.000 námum á þessu ári og hefur annar eins fjöldi fengið alvarlega viðvörun. Ekki er þó búist við að námurnar verði lengi lokaðar eða að viðvörunum verði fylgt fast eftir þar sem efnahagsuppgangurinn kallar á mikla orkuframleiðslu.
Erlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira