Erlent

Unglingspiltur fannst myrtur

Sautján ára piltur fannst myrtur á hótelherbergi Continent-hótelsins í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Pilturinn, sem er af afrískum uppruna, var með skotsár á höfði. Lögregla handtók í gær fjóra menn vegna morðsins auk þess sem fjöldi vitna var yfirheyrður.

Hótel Continent er í norðurhluta borgarinnar og hefur meðal annars verið notað sem neyðarskýli fyrir heimilislausa og flóttamenn. Um síðustu jól kviknaði í einni hæð hótelsins og varð eldurinn þremur að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×