Innlent

Bifhjól rakst á sendibíl

Maður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að bifhjól sem hann ók rakst á sendiferðabíl við Laugaveg 166 skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn hlaut beinbrot við slysið en var ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumaður sendiferðabílsins slapp ómeiddur. Talsverðar skemmdir urðu á báðum ökutækjum og voru bæði dregin af vettvangi. Loka þurfti hluta Laugavegar í um klukkustund meðan unnið var á vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×