Erlent

Hungursneyð vofir yfir Malí

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag beiðni sína til þjóða heims um aðstoð vegna hungrsneyðar í ríkjum í Vestur-Afríku. Sagði talskona stofnunarinnar að brýn þörf væri fyrir matvæli í Malí ef ekki ætti að fara jafnilla þar og í nágrannaríkinu Níger þar sem fjöldi fólks hefur látist úr hungri vegna þess að hjálp barst ekki í tæka tíð. Talið er að 1,2 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Malí og Sameinuðu þjóðirnar segja þá skipta milljónum sem eins sé ástatt fyrir í Níger, Búrkína Fasó og Márítaníu, en matarskortinn má rekja til þurrka og uppskerubrests á svæðinu í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×