Milljónir svelta heilu hungri 12. ágúst 2005 00:01 Milljónir íbúa Afríkulýðveldisins Nígers svelta heilu hungri. Þurrkur og skæður engisprettufaraldur hefur eyðilagt uppskeruna þar samfellt í tvö ár með hörmulegum afleiðingum. Ástandið í Níger er mjög alvarlegt. Börn svelta, milljónir þurfa á matargjöfum að halda og hjálpin berst ekki nógu hratt. Í Níger, eins og mörgum landanna í Vestur-Afríku nærri Sahara-eyðimörkinni, er ástandið alltaf slæmt á þessum árstíma þegar matur er af skornum skammti eftir að uppskera síðasta árs er uppurin og uppskera þessa árs ekki komin í hús. Adjibade Aboudou Karimou, fulltrúi UNICEF á staðnum, segir að jafnvel þau ár sem uppskera sé góð standi menn frammi fyrir vannæringu barna. Þau séu berskjölduð því tekjudreifingin sé í hinu mjög svo hefðbundna fjölskyldumynstri sem byggist á feðraveldi þar sem karlmaðurinn eigi allt. En í ár er ástandið verra en venjulega þó að deilt sé um ástæðurnar. Þurrkurinn er sá sami og venjulega en engisprettur valda gríðarlegu tjóni á uppskerunni. Þær hafa ekki verið skæðari í fimmtán ár. Forseti landsins heldur því samt fram að það sé enginn hungursneyð í landinu, sem er ekki fjarri sanni í bókstaflegum skilningi orðsins hungursneyð, þ.e. að það sé enginn matur til í landinu. Flestir bændur og fjölskyldur þeirra lifa á eigin uppskeru og þegar hún bregst kaupa þeir það sem vantar á markaði. En nú ber svo við að þar fæst lítið því að umframframleiðslan var seld til nágrannaríkja sem geta borgað hærra verð. Það sem eftir er kostar meira en bændurnir geta borgað, jafnvel þó að niðurgreiðslur stjórnvalda komi til. Gagnrýnendur segja að misheppnuð markaðsvæðing Nígers sé því ástæða hungursneyðar meðal hluta íbúanna, aðrir segja vandann hafa verið til staðar um árabil og að ekki hafi verið brugðist við. Matarsendingar og neyðarhjálp sé til dæmis nýtilkominn. Enn aðrir benda á langtímavandann. Peter Bieler hjá Þróunarsamvinnustofnun Sviss, segir að hægt sé að veita aðstoð nú en spyr sig hvað muni gerast á næsta ári. Jafnvel þótt ástandi verði ekki jafnalvarlegt verði samt vannærð börn í landinu. Bieler segir alþjóðasamfélagið verða að grípa til langtímaðagerða til að ráða við vandamál eins og í Níger. Talsmenn samtakanna Læknar á landamæra segja tuttugu prósent barna undir fimm ára aldri þjást af vannæringu og að mörg þeirra séu við dauðans dyr. Erlent Fréttir Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Milljónir íbúa Afríkulýðveldisins Nígers svelta heilu hungri. Þurrkur og skæður engisprettufaraldur hefur eyðilagt uppskeruna þar samfellt í tvö ár með hörmulegum afleiðingum. Ástandið í Níger er mjög alvarlegt. Börn svelta, milljónir þurfa á matargjöfum að halda og hjálpin berst ekki nógu hratt. Í Níger, eins og mörgum landanna í Vestur-Afríku nærri Sahara-eyðimörkinni, er ástandið alltaf slæmt á þessum árstíma þegar matur er af skornum skammti eftir að uppskera síðasta árs er uppurin og uppskera þessa árs ekki komin í hús. Adjibade Aboudou Karimou, fulltrúi UNICEF á staðnum, segir að jafnvel þau ár sem uppskera sé góð standi menn frammi fyrir vannæringu barna. Þau séu berskjölduð því tekjudreifingin sé í hinu mjög svo hefðbundna fjölskyldumynstri sem byggist á feðraveldi þar sem karlmaðurinn eigi allt. En í ár er ástandið verra en venjulega þó að deilt sé um ástæðurnar. Þurrkurinn er sá sami og venjulega en engisprettur valda gríðarlegu tjóni á uppskerunni. Þær hafa ekki verið skæðari í fimmtán ár. Forseti landsins heldur því samt fram að það sé enginn hungursneyð í landinu, sem er ekki fjarri sanni í bókstaflegum skilningi orðsins hungursneyð, þ.e. að það sé enginn matur til í landinu. Flestir bændur og fjölskyldur þeirra lifa á eigin uppskeru og þegar hún bregst kaupa þeir það sem vantar á markaði. En nú ber svo við að þar fæst lítið því að umframframleiðslan var seld til nágrannaríkja sem geta borgað hærra verð. Það sem eftir er kostar meira en bændurnir geta borgað, jafnvel þó að niðurgreiðslur stjórnvalda komi til. Gagnrýnendur segja að misheppnuð markaðsvæðing Nígers sé því ástæða hungursneyðar meðal hluta íbúanna, aðrir segja vandann hafa verið til staðar um árabil og að ekki hafi verið brugðist við. Matarsendingar og neyðarhjálp sé til dæmis nýtilkominn. Enn aðrir benda á langtímavandann. Peter Bieler hjá Þróunarsamvinnustofnun Sviss, segir að hægt sé að veita aðstoð nú en spyr sig hvað muni gerast á næsta ári. Jafnvel þótt ástandi verði ekki jafnalvarlegt verði samt vannærð börn í landinu. Bieler segir alþjóðasamfélagið verða að grípa til langtímaðagerða til að ráða við vandamál eins og í Níger. Talsmenn samtakanna Læknar á landamæra segja tuttugu prósent barna undir fimm ára aldri þjást af vannæringu og að mörg þeirra séu við dauðans dyr.
Erlent Fréttir Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira