Erlent

NASA sendir könnunarfar til Mars

Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, sendi í morgun könnunarfar á loft sem halda á til Mars. Geimskotinu hafði verið frestað í tvígang vegna minni háttar tæknivandamála í Atlas 5 eldflauginni, sem ætlað er að flytja könnunarfarið til Mars, en rétt fyrir hádegi þaut hún af stað upp í himingeiminn áleiðis til plánetunnar rauðu. Könnunfarinu, sem er nokkurs konar gervihöttur, er ætlað að safna frekari gögnum um það hversu lengi vatn var á Mars, en það er að sögn vísindamanna lykillinn að svarinu við því hvort lífi hafi einhvern tíma þrifist á plánetunni. Ferðin til Mars tekur sjö mánuði en þegar þangað verður komið mun farið sveima í fjögur ár á sporbaug um Mars og senda upplýsingar til jarðar á tíu sinnum meiri hraða en þeir gervihnettir sem nú þegar sveima í kringum plánetuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×