Erlent

Flug komist í lag síðar í dag

Búist er við að flug breska flugfélagsins British Airways komist í eðlilegt horf síðar í dag en félagið aflýsti öllu flugi frá Hethrow-flugvelli í Lundúnum í gær. Ástæðan var skyndilegt verkfall um eitt þúsund flugvallarstarfsmanna sem mótmæltu uppsgögnum starfsmanna flugeldhúsa á vellinum. British Airways flýgur um 550 ferðir til og frá Heathrow á degi hverjum og ferðast yfir eitt hundrað þúsund farþegar með vélum flugfélagsins. Mikið umstang var við að koma strandaglópum fyrir á hótelum í London í nótt og segja talsmenn félagsins að það hafi tapað gríðarlegum upphæðum á aðgerðum starfsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×