Erlent

Danir brjóta gegn mannréttindum

Á vefsíðu Politiken segir að því sé nú ljóst að Flóttamannanefnd Danmerkur hafi brotið gegn alþjóðasáttmálum með því að vísa Úgandamanninum úr landi. Úrskurður mannréttindanefndarinnar vakti mikla athygli þegar hann var kveðinn upp síðastliðinn vetur. Nefndin taldið að vegna pólitískrar þátttöku sinnar ætti maðurinn á hættu að verða handtekinn í heimalandi sínu og verða beittur ofbeldi. Ráðherra innflytjendamála í Danmörku, Bertel Haarder, var ekki sáttur við úrskurðinn og vildi að málið yrði tekið upp að nýju. Hann hélt því fram að nefndin hefði gert mistök þegar hún lagði mat á málið. Þeirri beiðni hefur nú verið hafnað og úrskurðurinn þar með staðfestur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×