Erlent

Handtók grunaða mafíósa á Spáni

Lögregla á Spáni handtók á dögunum 28 menn sem taldir eru félagar í rússnesku mafíunni en þeir sakaðir um að hafa staðið fyrir umfangsmiklu peningaþvætti á Spáni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis Spánar veittu lögregluyfirvöld í Þýskalandi, Frakkland, Belgíu, Bandaríkjunum, Rússlandi og Ísrael aðstoð við handtöku mannanna í einni mestu aðgerð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Evrópu. Í áhlaupi lögreglunnar var meðal annars lagt hald á vopn, peninga og skartgripi en auk þess voru nokkur hús við Miðjarðarhafið í eigu mannanna innsigluð og um 800 bankareikningar frystir. 22 mannanna eru sagðir háttsettir innan rússnesku mafíunnar en þeir þvættu peninga sem fengist höfðu með ólögmætum hætti í fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×