Aumingjaskapur í mér 10. mars 2005 00:01 Síðasta helgi var heldur betur viðburðarrík fyrir Magnús Gylfason, þjálfara KR. Á föstudagskvöldið stóð hann í ströngu á Herrakvöldi KR og á sunnudeginum stjórnaði hann KR-ingum til sigurs gegn Þrótti í Deildarbikarnum. En í millitíðinni þurfti hann kljást heiftarlega magakveisu sem ekkert minna en morfín þurfti til að halda niðri. "Verkirnir fóru að gera vart um sig á föstudagsnóttina eftir Herrakvöldið og ég var sárkvalinn alla nóttina," segir Magnús sem var síðan fluttur á sjúkrahús á laugardagsmorgunin. Þar var hann lagður inn og við tóku hverjar rannsóknirnar á fætur annari. "Í fyrstu var jafnvel talið að þetta væru nýrnasteinar en síðan var það útilokað. Læknarnir ákváðu samt að senda mig í magaspeglun á mánudeginum en þar fundust engar bólgur heldur. Ég verð einfaldlega að taka mig á - þetta er bara einhver aumingjaskapur í mér," segir Magnús í léttum tón. Þessi uppákoma tekur allan vafa af því að Magnús er harðnagli í húð og hár sem lætur magakveisu og morfín ekki aftra sig frá því að sinna skyldum sínum sem þjálfari. Aðspurður um hvort þetta séu ekki bara aukaverkanir streitunnar sem fylgir því jafnan að vera þjálfari Vesturbæjarstórveldisins segist Magnús ekki halda að svo sé. "Ég hef ekki enn fundið fyrir stressinu þó að það eigi sjálfsagt eftir að koma síðar," segir Magnús. "En þann dag í dag veit ég ekki af hverju þessi verkur stafaði en ég vona bara að þetta komi ekki aftur. Þetta var alls ekki gott," segir Magnús sem hinsvegar hefur fulla trú á að þessi veikindi eigi eftir að leiða gott af sér fyrir komandi keppnistímabil í Landsbankadeildinni. "Fall er fararheill, er það ekki?" Íslenski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Síðasta helgi var heldur betur viðburðarrík fyrir Magnús Gylfason, þjálfara KR. Á föstudagskvöldið stóð hann í ströngu á Herrakvöldi KR og á sunnudeginum stjórnaði hann KR-ingum til sigurs gegn Þrótti í Deildarbikarnum. En í millitíðinni þurfti hann kljást heiftarlega magakveisu sem ekkert minna en morfín þurfti til að halda niðri. "Verkirnir fóru að gera vart um sig á föstudagsnóttina eftir Herrakvöldið og ég var sárkvalinn alla nóttina," segir Magnús sem var síðan fluttur á sjúkrahús á laugardagsmorgunin. Þar var hann lagður inn og við tóku hverjar rannsóknirnar á fætur annari. "Í fyrstu var jafnvel talið að þetta væru nýrnasteinar en síðan var það útilokað. Læknarnir ákváðu samt að senda mig í magaspeglun á mánudeginum en þar fundust engar bólgur heldur. Ég verð einfaldlega að taka mig á - þetta er bara einhver aumingjaskapur í mér," segir Magnús í léttum tón. Þessi uppákoma tekur allan vafa af því að Magnús er harðnagli í húð og hár sem lætur magakveisu og morfín ekki aftra sig frá því að sinna skyldum sínum sem þjálfari. Aðspurður um hvort þetta séu ekki bara aukaverkanir streitunnar sem fylgir því jafnan að vera þjálfari Vesturbæjarstórveldisins segist Magnús ekki halda að svo sé. "Ég hef ekki enn fundið fyrir stressinu þó að það eigi sjálfsagt eftir að koma síðar," segir Magnús. "En þann dag í dag veit ég ekki af hverju þessi verkur stafaði en ég vona bara að þetta komi ekki aftur. Þetta var alls ekki gott," segir Magnús sem hinsvegar hefur fulla trú á að þessi veikindi eigi eftir að leiða gott af sér fyrir komandi keppnistímabil í Landsbankadeildinni. "Fall er fararheill, er það ekki?"
Íslenski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira