Innlent

Gagnrýni leysir ekki vandann

Byggðastofnun. Forráðamenn Stjórnhátta ehf. benda á að efasemdafræin lagi ekki slæma fjárhagsstöðu Byggðastofnunar.
Byggðastofnun. Forráðamenn Stjórnhátta ehf. benda á að efasemdafræin lagi ekki slæma fjárhagsstöðu Byggðastofnunar.

"Stofnunin er í mjög erfiðri stöðu og nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar á skipulagi byggðamála eigi þau að skila tilætluðum árangri." Þetta segir í tilkynningu frá Sigurði H. Helgasyni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf.

Í tilkynningunni leitast Stjórnhættir við að svara gagnrýni frá stjórnendum Byggðastofnunar sem stjórnendur telja að "hafi þann tilgang að sá efasemdum um hæfni fyrirtækisins til að leggja mat á stöðu Byggðastofnunar".

Forráðamenn Stjórnhátta furða sig á því að stjórn Byggðastofnunar gagnrýni úttekt sem fyrirtækið vann um stöðu stofnunarinnar og benda á að það hrökkvi skammt til að bæta vanda stofnunarinnar "að skjóta boðbera vondra tíðinda". Samkvæmt mati Stjórnhátta ehf. má rekja fjárhagsvanda Byggðastofnunar að mestu leyti til of áhættusamra útlána og bendir Sigurður á að til dæmis hafi verið haldið áfram að lána til uppbyggingar á gistiaðstöðu, löngu eftir að ljóst hafi verið verulegt offramboð á slíkri aðstöðu á landsbyggðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×