Erlent

Merkel vill leiða viðræðurnar

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar. Viðræður hafa verið í miklum hnút frá því kosið var til þýska sambandsþingsins fyrir rúmri viku. Báðir stóru flokkarnir hafa fagnað góðum árangri í kosningunum og gera því báðir tilkall til kanslaraembættisins. Merkel sagði á fundi með flokksforystunni í Berlín í gærmorgun að eðlilegt væri að flokkurinn gerði tilkall til embættisins þar sem hann væri nú stærri en flokkur jafnaðarmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×