Innlent

Óveður á Vestfjörðum

Vegagerðin varar við óveðri á Vestfjörðum auk þess sem ófært er á nokkrum stöðum. Óveður er á Klettshálsi þar sem jafnframt er ófært vegna snjóa og eins er óveður og hálka á Gemlufallsheiði. Þá er ófært á Hrafnseyrarheiði og eins á Eyrarfjalli. Á Suðurlandi er krapi á vegi frá Kirkjubæjarklaustri og vestur fyrir Vík í Mýrdal. Á Vesturlandi eru allvíða hálkublettir eða krapi og þar er einnig nokkuð hvasst. Norðanlands er vetrarfærð og víða verið að hreinsa vegi. Lágheiði er ófær. Á Austurlandi er víðast einhver hálka eða snjóþekja á fjallvegum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×