Erlent

Vopnum IRA hafi verið eytt

Alþjóðlegir vopnaeftirlitsmenn munu tilkynna í dag að vopnum Írska lýðveldishersins hafi verið eytt. Mun þetta verða tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn verður í Belfast. Um mikilvægan áfanga í friðarferlinu á Norður-Írlandi er að ræða en tregða IRA, helstu samtaka herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, til að afvopnast hefur verið helsta vandamálið í friðarferlinu á Norður-Írlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×