Innlent

Mega ekki bera vopn

Öryggisverðir hafa á sér mismikinn búnað eftir því hvar þeir starfa að sögn Snorra Sigurðssonar, þjónustustjóra hjá Securitas. Verðirnir mega ekki bera vopn lögum samkvæmt, en það má einungis lögregla að sögn Snorra. Verðirnir hafa þó á sér tækjabelti þar sem þeir eru útbúnir hnífum með skrúfjárni, einnota hönskum og vasaljósi. Þá eru verðir við störf á fjölförnum stöðum útbúnir fleiri tækjum, svo sem maska að sögn Snorra. Snorri segir sem betur fer sjaldgæft að öryggisverðir lendi í átökum og viðvera þeirra nægi oft til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út. "Við reynum í lengstu lög að forðast átök enda er það ekki okkar hlutverk," segir Snorri. "Við köllum því til lögreglu og erum til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×