Sport

Mourinho verður ekki refsað

Hinn blóðheiti Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, mun ekki hljóta refsingu fyrir að stinga fingri upp í munninn á sér og ganga meðfram hliðarlínunni eftir að Steven Gerrard skoraði sjálfsmark í leik Chelsea og Liverpool í úrslitaleik Carling Cup bikarkeppninar sem fram fór á sunnudaginn var. Mourinho fullyrti að athæfið hefði ekki verið beint gegn stuðningsmönnum Liverpool heldur gegn fjölmiðlamönnum. Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að engin refsing myndi eiga sér stað en minnti Mourinho hins vegar á skyldur sínar sem knattspyrnustjóra ensks stórliðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×