Sport

Baros að rífast við Benitez?

Mikil óvissa ríkir um framtíð framherjans Milan Baros hjá Liverpool. Baros, sem er markahæsti leikmaður Liverpool, á víst að hafa rifist við knattspyrnustjórann Rafael Benitez en hann var útilokaður fyrir úrslitaleikinn í Carling Cup bikarkeppninni þar sem Liverpool tapaði fyrir Chelsea, 3-2. Baros þverneitaði að hafa rifist við Benitez. "Ég veit hins vegar ekki af hverju ég fékk ekki vera í byrjunarliðinu á sunnudaginn," sagði Baros sem kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Baros neitaði enn fremur að hafa ætlað að yfirgefa Millennium stadium þegar hann frétti að hann væri ekki í byrjunarliðinu. "Ég er samt ekkert að fara að hætta hjá Liverpool," sagði Baros sagði svo: "En það getur allt gerst."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×