Erlent

Fimm Þjóðverjum rænt í Jemen

Fimm Þjóðverjum var rænt í arabaríkinu Jemen í dag. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið. Mannránið er það þriðja í Jemen þar sem vestrænum ferðamönnum er rænt á þessu ári. Í síðustu viku var tveimur Austurríkismönnum og tveimur Svisslendingum rænt og kröfðust ræningjarnir að ættingjum þeirra yrði sleppt úr fangelsi. Ekkert varð úr því og var gíslunum sleppt, heilum á höldnu. Ekki er vitað hvaða kröfur mannræningjarnir hafa sem rændu Þjóðverjunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×