Erlent

Samþykkt að slíta samstarfi við Likud-bandalagið

Amir Peretz, formaður Verkamannaflokksins í Ísrael.
Amir Peretz, formaður Verkamannaflokksins í Ísrael.

Miðstjórn Verkamannaflokksins í Ísrael samþykkti í dag að slíta stjórnarsamstarfi við Likud-bandalagið sem Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, fer fyrir. Er þetta í samræmi við yfirlýsingar formanns Verkamannaflokksins, Amirs Peretz, sem bar óvænt sigur af Shimoni Peres í formannskosningunum á dögunum. Peretz hefur farið fram á það að þingkosningum, sem fram eiga að fara eftir ár, verði flýtt og rætt er um að þær verði snemma á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×