Erlent

Minnast hinna myrtu í Srebrenica

Þúsundir komu saman í bænum Srebrenica í Bosníu í morgun til að minnast þeirra átta þúsund karlmanna úr röðum múslima sem voru myrtir af Bosníu-Serbum í Bosníu-deilunni fyrir tíu árum. Líkum mannanna var komið fyrir í mörgum fjöldagröfum en einungis hefur tekist að bera kennsl á hluta þeirra þótt áratugur sé nú liðinn frá voðaverkunum. Við athöfnina í morgun voru líkamsleifar rúmlega sex hundruð karla, sem tekist hefur að bera kennsl á, bornar til grafar og voru ættingjar hinna látnu viðstaddir. Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu Serba, og Ratko Mladic, fyrrverandi herforingi, bera ábyrð á atburðunum í Srebrenica og eru ákærðir fyrir þjóðarmorð en þeir hafa verið á flótta undan réttvísinni í tíu ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×